Vesturbær

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðsgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins. Hverfið er að mörgu leyti mjög tengt bæði  miðborginni og sjónum. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?

Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
  • Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
  • Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
  • Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
  • Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
  • Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
  • Vera á verksviði borgarinnar
  • Vera á opnu svæði í borgarlandinu
  • Vera í samræmi við lög og reglur

Leita að hugmyndum

Hér getur þú séð þær hugmyndir sem hlutu kosningu í þínu hverfi.