Árbær
Hverfið er við eina af vinsælustu útivistarperlum borgarinnar, Elliðaárdalinn, sem bíður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar. Ein fjölsóttasta sundlaug landsins, Árbæjarlaug, er í hjarta hverfisins. Þar má einnig finna Árbæjarsafn, þar sem mörg söguleg hús í Reykjavík eru varðveitt.
Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?
Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
- Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
- Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
- Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
- Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
- Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
- Vera á verksviði borgarinnar
- Vera á opnu svæði í borgarlandinu
- Vera í samræmi við lög og reglur
- Samverustað við Rauðavatn Framkvæmdum lokið
- Leiktæki fyrir börn í Árbæjarlaug Undirbúningur framkvæmda
- Frisbígolfbrautir í Norðlingaholti Undirbúningur framkvæmda
- Tengja göngustíga við gömlu kartöflugeymslurnar Framkvæmdum lokið
- Áningastaður og bekkir við Rauðavatn Framkvæmdum lokið
- Sumarblóm í hringtorg Í framkvæmd