Nálabox
Hverfi: Breiðholt
20. desember 2022
Í vinnslu
9. febrúar 2023
Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins
21. febrúar 2023
Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu
6. september 2023
Í kosningu
29. september 2023
Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda
25. júní 2024
Hönnun og undirbúningur framkvæmda stendur nú yfir
19. ágúst 2024
Hugmynd er nú í framkvæmd
19. ágúst 2024
Framkvæmdum lokið
Meira um hugmyndina
Upprunalegur texti höfundar
Hafandi gengið fram á nokkrar notaðar sprautunálar í Bökkunum síðustu daga tel ég það þarft að setja upp nálabox á valda staði. Fólk sem notar vímuefni í æð getur því miður ekki alltaf notað efnin inni við og kemst ekki alltaf í nálaskiptiþjónustu. Með því að setja upp nálabox á valda staði (til dæmis grenndarstöðvar og leikvelli) veitum við fólki sem notar vímuefni í æð öruggan stað til þess að farga áhöldum og þannig gerum við hverfið okkar öruggara.