Kosning í Hverfið mitt
Hvernig kýs ég í Hverfið mitt?
Þú getur valið í hvaða borgarhluta þú vilt kjósa, en einungis er hægt að kjósa í einu hverfi.
Þú getur valið hugmyndir þangað til allri upphæð hverfisins hefur verið ráðstafað. Það þarf ekki að nota alla upphæðina sem hverfið hefur til ráðstöfunar.
Hægt er að kjósa oftar en einu sinni en einungis síðasta kosningin er gild.
Í hægra horni á hverri hugmynd er valflipi þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um tiltekið verkefni.
Stjarnan - tvöfalt vægi
Er einhver hugmynd í sérstöku uppáhaldi? Þú getur sett stjörnu við eina af hugmyndunum sem þú kýst til að gefa þeirri hugmynd tvö atkvæði.
Rafræn skilríki og Íslykill
Við vekjum athygli á því að til að geta kosið þarf að vera með rafræn skilríki eða Íslykil.
Aðstoð við að kjósa í Hverfið mitt
Aðstoð við að kjósa er hægt að fá í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosning stendur yfir.
Hvernig er fjármagni skipt á milli hverfa?
Fjárhæðinni er skipt á milli hverfa Reykjavíkur, hluti af upphæðinni skiptist jafnt og hluti eftir íbúafjölda hverfanna. Hverfi Reykjavíkur eru tíu: Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Grafarholt og Úlfarsárdalur, og Kjalarnes.
Hægt er að sjá hverfaskiptingu Reykjavíkurborgar inni á Borgarvefsjá. Undir Borgarskipting er hakað við „Borgarhlutar“.
Svona skiptist fjármagnið
- Árbær: 41 milljónir
- Breiðholt: 67 milljónir
- Grafarholt-Úlfarsárdalur: 31 milljónir
- Grafarvogur: 56 milljónir
- Háaleiti-Bústaðir: 51 milljónir
- Hlíðar: 41 milljónir
- Kjalarnes: 14 milljónir
- Laugardalur: 27 milljónir
- Miðborg: 39 milljónir
- Vesturbær: 53 milljónir
Afhverju fá sum hverfi meira en önnur?
Gert er ráð fyrir 450 milljónum króna til verkefnisins. Til að tryggja minnstu hverfunum lágmarksfjárhæð er fjórðungi fjármagnsins skipt jafnt milli hverfa. Það fjármagn sem eftir stendur skiptist á milli hverfanna í réttu hlutfalli við íbúafjölda.
Fyrstu 112,5 milljónum er þannig skipt jafnt milli hverfanna tíu og koma því að lágmarki 11,25 milljónir króna í hlut hvers hverfis. Því sem eftir stendur, eða 337,5 milljónum króna, er skipt á milli hverfanna í samræmi við íbúafjölda og fæst þá heildarfjárheimild hverfisins.
Reglur um rafrænar kosningar
- Sjá reglur um rafrænar kosningar
- Vakin er athygli á því að ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janúar 2012.