Laugardalur
Hverfið dregur nafn sitt af stóru útivistarsvæði í miðju hverfisins sem er skjólgott og gróðursælt, og með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. Laugardalurinn er jafnframt ein meginmiðstöð íþróttaiðkunar í Reykjavík og er þar að finna íþróttamannvirki svo sem Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Ásamt því er Grasagarður Reykjavíkur staðsettur í hjarta dalsins
Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?
Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
- Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
- Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
- Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
- Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
- Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
- Vera á verksviði borgarinnar
- Vera á opnu svæði í borgarlandinu
- Vera í samræmi við lög og reglur