Alexöndruróló

Hverfi: Laugardalur

2022–2023, Opin svæði—Leiksvæði
Áhugakönnun: 98% jákvæð af 728
  • 15. nóvember 2022

    Í vinnslu

  • 12. janúar 2023

    Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

  • 23. febrúar 2023

    Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu

  • 6. september 2023

    Í kosningu

  • 29. september 2023

    Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda

Alexöndruróló

Meira um hugmyndina

Verkefnið felur í sér að setja upp leikvöll við Háubakka við nýju Vogabyggðina í Laugardal.

Upprunalegur texti höfundar

Alexandra Eldey Finnbogadóttir (15.10.20-18.6.22) bjó í hinni nýju Vogabyggð mars 2022 - júní 2022. Ekkert leiksvæði er fyrir börn á þessu svæði svo við leggjum til að komið verði upp róluvelli í Vogabyggð í minningu hennar sem verður kallaður Alexöndruróló. Alexandra vildi hafa sem mest fjör og elskaði að róla og leika úti en við fórum yfirleitt langa leið til þess, alla leið yfir Sæbrautina á Drekarólóinn. Við vonum því að komið verði upp róló hér í Vogabyggð sem fyrst þar sem krakkar á öllum aldri geta haldið fjörinu gangandi í minningu Alexöndru.