Framkvæmd verkefna
Eftir kosningarnar fer fram ferli hönnunar og útboðs, ásamt samráði við nærsamfélagið áður en hugmyndirnar sem voru kosnar eru framkvæmdar. Leitast er við að hafa samráð við hugmyndasmiði og íbúaráð um framkvæmd verkefna, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem breyta þarf hugmyndum eða staðsetningum þeirra. Einnig er hugmyndahöfundum boðið á samráðsfund með verkefnastjórn Hverfið mitt þar sem þeir geta útskýrt hugmynd sína nánar.
Framkvæmdir fyrri ára
Í gegnum árin hafa fjölmörg verkefni orðið að veruleika í gegnum íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt. Hér að neðan má sjá lista yfir framkvæmdir fyrri ára eftir árum.