Háaleiti og bústaðir
Hverfið státar meðal annars af metnaðarfullu skólastarfi og íþróttastarfi. Ásamt því má þar finna eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar, Fossvogsdalinn. Dalurinn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægur hlekkur í keðju opinna svæða allt frá miðborg Reykjavíkur að Elliðavatni og Heiðmörk.
Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?
Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
- Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
- Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
- Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
- Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
- Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
- Vera á verksviði borgarinnar
- Vera á opnu svæði í borgarlandinu
- Vera í samræmi við lög og reglur
- Flokkunartunnur við göngustíga Í framkvæmd
- Ævintýragarður Undirbúningur framkvæmda
- Hugleiðsluróla milli Hólmgarðs og Hæðargarðs Í framkvæmd
- Systkinarólur og ungbarnarólur Í framkvæmd
- Bæta tengingu milli Skeifunnar og göngubrúarinnar Undirbúningur framkvæmda
- Hjólastæði við Víkingsheimilið í Safamýri Framkvæmdum lokið
- Meiri gróður í Fossvogsdalinn Framkvæmdum lokið
- Bekkir og ruslatunnur Í framkvæmd
- Gróður við Háaleitisbraut Framkvæmdum lokið