Grafarvogur
Í hverfinu eru mörg falleg náttúrusvæði, eins og Gufunesið, Vogurinn, Geldinganes og áin Korpa. Hverfið markast einnig af langri og fallegri sjávarsíðu og í hverfinu eru mörg falleg náttúru- og útivistarsvæði. Önnur kennileiti hverfisins eru golfvöllurinn við Korpúlfsstaði, skíðalyftan og Grafarvogslaug. Íbúarnir nýta sér óspart þessar náttúruperlur til útivistar og íþróttaiðkunar.

Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?
Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
- Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
- Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
- Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
- Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
- Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
- Vera á verksviði borgarinnar
- Vera á opnu svæði í borgarlandinu
- Vera í samræmi við lög og reglur