Kjalarnes

Kjalarnes er fámennasta hverfið í Reykjavík en á sama tíma það lang stærsta að flatarmáli enda á sjálf Esjan heimilisfesti á Kjalarnesi. En þó að íbúar séu fáir eru þeir kraftmiklir enda löng hefð fyrir ýmis konar félagslífi á Kjalarnesi. Fólkið á Kjalarnesi velur sér að búa á mörkum sveitar og borgar og fær í staðinn nálægð við náttúruna og mikið rými fyrir hvern og einn.

Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?

Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
  • Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
  • Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
  • Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
  • Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
  • Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
  • Vera á verksviði borgarinnar
  • Vera á opnu svæði í borgarlandinu
  • Vera í samræmi við lög og reglur

Leita að hugmyndum

Hér getur þú séð þær hugmyndir sem hlutu kosningu í þínu hverfi.