Jólaland í Laugardalnum

Hverfi: Laugardalur

2022–2023, Sundlaugar
Áhugakönnun: 99% jákvæð af 230
 • 15. nóvember 2022

  Í vinnslu

 • 18. janúar 2023

  Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

 • 23. febrúar 2023

  Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu

 • 6. september 2023

  Í kosningu

 • 29. september 2023

  Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda

Jólaland í Laugardalnum

Meira um hugmyndina

Verkefnið felur í sér að bæta við jólalandið í fjölskyldu– og húsdýragarðinum yfir hátíðarnar.

Upprunalegur texti höfundar

Væri ekki yndislegt að umbreyta Laugardalnum í Jólaland yfir hátíðarnar? Hugmyndin væri að gera göngustíginn sem liggur á milli fjölskyldugarðsins og Þvottabaðanna að ljósagöngum og skreyta tréin með fullt af jólaljósum. Meðfram göngustígnum væri hægt að hafa sölubása, matarvagna, pop up kaffihús og veitingar. Allt svæðið væri baðað jólatónlist svo að Laugardalurinn verði að sannkölluðu jólalandi sem öll fjölskyldan getur notið saman. Jólasveinar gætu komið við reglulega og uppákomur og tónleikar gætu verið haldnir á torgunum eða inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eða Grasagarðinum. Það gætu verið sönghópar, kórar, leikhópar eða hvað sem er sem glatt getur um hátíðarnar.Þetta væri frábært tækifæri til að bjóða fólki að njóta jólahátíðarinnar utan skarkala miðbæjarins og kærkomið tækifæri til að heimsækja fallega dalinn okkar. Þetta gæti orðið árlegur viðburður sem borgarbúar gætu notið saman um áraraðir.