Grafarholt og Úlfarsárdalur
Hverfið er í örum vexti og í göngufæri eru náttúruperlur eins og Úlfarsfell, Reynisvatn og Hólmsheiði. Metnaðarfullt skóla- og félagsstarf er einnig í hverfinu, og ekki má gleyma íþróttastarfinu. Grafarholtsvöllurinn er golfvöllur sem liggur á grýttu en fallegu landi Grafarholtsins.

Hvaða skilyrði þarf hugmyndin að uppfylla?
Meta þarf hvort hugmyndir falli að skilyrðum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
- Vera nýframkvæmd – viðhalds- og öryggisverkefnum er vísað annað
- Kosta ekki meira fjármagn en hverfinu er úthlutað
- Vera framkvæmanlegar innan tímaramma verkefnisins - þ.e. fyrir árslok 2024
- Falla að skipulagi og yfirlýstri stefnumótun Reykjavíkurborgar
- Krefjast ekki verulegs rekstrarkostnaðar á borð við kostnað vegna starfsmannahalds eða vöktunar með öryggismyndavélum
- Vera á verksviði borgarinnar
- Vera á opnu svæði í borgarlandinu
- Vera í samræmi við lög og reglur