Samverustað við Rauðavatn

Hverfi: Árbær

2022–2023, Opin svæði—Annað
Áhugakönnun: 96% jákvæð af 116
  • 15. desember 2022

    Í vinnslu

  • 1. febrúar 2023

    Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

  • 24. febrúar 2023

    Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu

  • 6. september 2023

    Í kosningu

  • 29. september 2023

    Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda

  • 25. júní 2024

    Hönnun og undirbúningur framkvæmda stendur nú yfir

  • 29. nóvember 2024

    Hugmynd er nú í framkvæmd

  • 29. nóvember 2024

    Framkvæmdum lokið

Samverustað við Rauðavatn

Meira um hugmyndina

Verkefnið felur í sér að útbúa samverustað við Rauðavatn með bekkjum, útigrilli og leiktækjum.

Upprunalegur texti höfundar

Líkt og í Kjarnaskógi, þar sem skógurinn er vel nýttur í allskonar samveru, útivist, utikennslu og fleira. Búa til fleiri tækifæri í Rauðavatnsskog án þess að spilla náttúrunni þar.

Hægt væri að setja leiktæki, dót fyrir útieldun, bekki og kofa, aðstöðu fyrir utikennslu.

Hugmyndin er að búa til svæði þar sem fólk getur hist og notið náttúrunnar. Það vantar svoleiðis svæði í norðlingaholt.