Bekkir við Reynisvatn
Hverfi: Grafarholt og Úlfarsárdalur
29. nóvember 2022
Í vinnslu
3. mars 2023
Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins
3. mars 2023
Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu
6. september 2023
Í kosningu
29. september 2023
Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda
25. júní 2024
Hönnun og undirbúningur framkvæmda stendur nú yfir
22. ágúst 2024
Hugmynd er nú í framkvæmd
26. ágúst 2024
Framkvæmdum lokið
Meira um hugmyndina
Upprunalegur texti höfundar
Það er notaleg hvíld fyrir líkama og sál að setjast á bekkinn við suðvesturhluta Reynisvatns. Af bekknum er hægt að horfa út yfir vatnið, virða fyrir sér líf manna og dýra og njóta náttúrunnar og skrúða hennar allan ársins hring. Bekkurinn þar er laus, valtur og hættulegur. Viðurinn er gisinn og rakur svo göngufólk sem tyllir sér þar fær hroll upp í hrygg. Gamli bekkurinn mætti gjarnan fá framhaldslíf í endurvinnslu en í stað hans koma annar sem gleður augað, er þægilegt að sitja á, sem flýtur ekki út á vatnið í vatnavöxtum og sem ekki er hægt að fleygja út í vatnið.