Gróðursetja við umferðargötur
Hverfi: Hlíðar
28. nóvember 2022
Í vinnslu
31. janúar 2023
Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins
7. mars 2023
Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu
6. september 2023
Í kosningu
29. september 2023
Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda
25. júní 2024
Hönnun og undirbúningur framkvæmda stendur nú yfir
27. ágúst 2024
Hugmynd er nú í framkvæmd
27. ágúst 2024
Framkvæmdum lokið
Meira um hugmyndina
Upprunalegur texti höfundar
Hverfið okkar er að miklu leyti umvafið stórum og fjölförnum umferðargötum. Margfalda mætti fjölda trjáa og magn gróðurs í hverfinu, sígræn tré, háa þétta runna, litríkan gróður, t.d. meðfram Kringlumýrarbraut. Margt jákvætt sem af því fæst; gróður bindur koltvísýring í andrúmslofti, dregur úr hljóðmengun fyrir íbúa í nærliggjandi húsum og fegrar umhverfið.