Göngustígur milli Úlfarsárdals og Hafravatns

Hverfi: Grafarholt og Úlfarsárdalur

2022–2023, Samgöngumál—Stígar
Áhugakönnun: 90% jákvæð af 80
  • 29. nóvember 2022

    Í vinnslu

  • 20. desember 2022

    Hugmynd var samþykkt í yfirferð þar sem hún uppfyllti reglur og skilyrði verkefnisins

  • 3. mars 2023

    Hugmynd komst á kjörseðil hverfisins og í kosningu

  • 6. september 2023

    Í kosningu

  • 29. september 2023

    Hugmynd hlaut kosningu og hefst nú hönnun á henni og undirbúningur framkvæmda

  • 6. júní 2024

    Hönnun og undirbúningur framkvæmda stendur nú yfir

  • 6. júní 2024

    Hugmynd er nú í framkvæmd

  • 19. ágúst 2024

    Framkvæmdum lokið

Göngustígur milli Úlfarsárdals og Hafravatns

Meira um hugmyndina

Verkefnið felur í sér að leggja göngustíg frá Úlfarsárdal í átt að Hafravatni.

Upprunalegur texti höfundar

Við eigum fallegt umhverfi í dalbotninum upp með Úlfarsánni sem er því miður ekki nægilega aðgengilegt fyrir marga. Ég sé fyrir mér göngustíg upp dalbotninn við ánna sem hægt væri að tengja við göngustígakerfið á Hólmsheiðinni og jafnvel við byggðina (íbúðarhúsin/sumarhúsin) sem eru upp við Hafravatn. Stígurinn myndi nýtast vel fyrir hjólandi, gangandi og skokkandi vegfarendur.