Hverfið mitt 2019
Hugmyndasöfnun og yfirferð
Hugmyndasöfnun fyrir verkefnið Hverfið mitt fór fram dagana 20. mars til 9. apríl 2019. Alls bárust 1053 hugmyndir. Aldrei áður hafa jafnmargir heimsótt vefinn á meðan hugmyndasöfnun stóð yfir.
Nýjungar í þessari hugmyndasöfnun voru að hægt var að senda inn hugmyndir á formi myndbands og hljóðupptöku.
Inn komu 10 myndbönd og ein hljóðupptaka. 55% hugmynda komu frá konum og 45% frá körlum. Líkt og áður var öllum heimilt að skila inn hugmynd og voru hugmyndasmiðir hvattir til að skila vel unnum hugmyndum inn í samræmi við forsendur hugmyndasöfnunarinnar.
Þetta var í áttunda skiptið sem hugmyndasöfnunin fór fram. Að lokinni hugmyndasöfnun tók við mat fagteymis Reykjavíkurborgar sem samanstendur m.a af fulltrúum frá samgöngudeild og deild opinna svæða, sérfræðingum í lýsingarmálum, göngustígum og götum og garðyrkjustjóra ásamt því að þegar upp komu verkefni sem kröfðust enn frekara sérfræðiálits var haft samband við viðeigandi sérfræðinga.
Þegar matinu var lokið var boðað til opinna funda í hverfum Reykjavíkurborgar. Þar voru allar hugmyndir sem dæmdar voru tækar settar upp á vegg til sýnis. Þá gátu íbúar komið og valið allt að 25 hugmyndir á kjörseðil. Í framhaldi voru atkvæðin talin og í ljós kom hvernig kjörseðlar allra hverfa kæmu til með að líta út.
Kosning
Kosning í Hverfið mitt hófst svo þann 31. október og lauk þann 14. nóvember 2019. Kosningaþátttakan í allri Reykjavík var 12,55% og hækkar úr 12,3% frá 2018. Þátttaka var mest í Grafarholti og Úlfarsárdal líkt og í fyrra en þar var hún 17,8%, næstmest var þátttakan í Árbæ einnig líkt og í fyrra en þar var þátttakan 16,2%.
Alls voru kosin 91 verkefni í allri Reykjavík og heildarfjöldi þeirra verkefna sem kosin hafa verið til framkvæmda í gegnum verkefnið Hverfið mitt frá því að kosningar fóru fyrst fram árið 2012 er þá orðin 787. Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem hlutu kosningu í öllum hverfum Reykjavíkur.
Árbær og Norðlingaholt - 2019
- Þrískiptar flokkunartunnur
- Hjólaviðgerðastandur
- Aðgengi og aðstaða hjá bæjarperlunni Rauðavatn.
- Niðurgrafin trampólín
- Meiri gróður í hverfið – skjól fyrir vindi
- Fjölgun bekkja í Elliðaárdal
- Lagfæra útisvæði leikskólans Rauðhóls
- Bætt gönguþverun við Árvað
- Frisbígolfkörfur við skóla
Breiðholt - 2019
- Seljagarður – Lítill fjölskyldugarður í hjarta Seljahverfis
- Bætt gönguþverun við Krónuna í Seljahverfi
- Niðurgrafin trampólín
- Lýsing á göngustíg/tröppur frá Grjótaseli niður í Seljadal
- Parkoursvæði
- Gönguleið milli Seljahverfis og Hvarfa
- Endurtyrfa fótboltavöll við Bakkasel
- Bekkir og ruslatunnur í Bakkana
- Hraðatakmarkandi aðgerðir við undirgöng undir Stekkjarbakka
- Körfuboltaspjöld í Breiðholtslaug
Grafarholt og Úlfarsárdalur - 2019
- Sleðabrekka í Úlfarsárdal
- Fleiri ruslatunnur í Grafarholtið
- Niðurgrafin trampólín
- Fleiri tré við Reynisvatn
- Gönguleiðakort
- Gróðursetning við Úlfarsfell
- Ruslatunnur í Úlfarsárdal
Grafarvogur - 2019
- Fegra umhverfið í Spönginni
- Ærslabelgur við Gufunesbæ
- Lítill almenningsgarður
- Púttvöllur fyrir alla íbúa Grafarvogs
- Infrarauð sauna í Grafarvogslaug
- Gufunesbær - leiktæki
- Göngustígur meðfram Skemmtigarðinum í Gufunesi
- Salerni í Gufunes
- Tveir bekkir við voginn
Háaleiti og Bústaðir - 2019
- Bæta grenndargáma við Grímsbæ
- Gróðursetja rabarbara og berjarunna víða um hverfið
- Hjólapumpa við Rauðagerði
- Göngustígur á hæðinni austan við Réttarholtsskóla
- Bæta aðstöðu gangandi vegfarenda yfir Kringlumýrarbraut
- Umferðarspeglar við hornið á Hamarsgerði og Réttarholtsvegi
- Endurbæta fótboltavöll milli K- og H-landa
- Klára göngustíg milli Síðumúla og Háaleitisbrautar
- Ávaxtatré í Fossvogsdal
- Frisbígolfkörfur við skóla
- Örugg gönguleið – hitaveitustokkur
- Grill og leiktæki í garðinn fyrir aftan Miðbæ
Hlíðar - 2019
- Lagfæra göngustígs frá Hlíðum yfir í Öskjuhlíð
- Endurbætur á leikvelli á Klambratúni
- Bekkir fyrir framan Kjarvalsstaði
- Klifursteinn fyrir krakka og fullorðna
- Langborð á Klambratún
- Lagfæring göngustíga á Klambratúni
- Niðurgrafin trampólín
- Hlaupabraut kringum Klambratún
- Breikka göngustíg á milli Skógarhlíðar og Eskihlíðar
- Bætt gönguþverun við Bónus, Skipholti
- Hraðamerkingar málaðar á vistgötur í Suðurhlíðum
Kjalarnes - 2019
- Niðurgrafin trampólín
- Klifurgrind
- Minnisvarði um brostin loforð Reykjavíkurborgar
Laugardalur - 2019
- Lýsing á malarstígum í Laugardalnum
- Fleiri bekkir fyrir gangandi vegfarendur
- Ungbarnarólur á leikvelli
- Lagfæring á lóð Langholtsskóla vegna vatnssöfnunar
- Bæta lýsingu á göngustíg frá Glæsibæ að Langholtsskóla
- Körfuboltavöllur
- Fótboltamark við Ljósheimaróló
Miðborg - 2019
- Endurbætur á gangstéttum víðsvegar um Þingholtin
- Bæta gönguleiðir skólabarna
- Þrískiptar flokkunartunnur við Sundhöll Reykjavíkur
- Líflegir almenningsbekkir
- Endurbætur á Einarsgarði v/Laufásveg
- Vegglistaverk
- Bætt umferðaröryggi við Laufásborg
- Viðgerðastandur fyrir reiðhjól við Nauthólsvík
- Niðurgrafin trampólín
Vesturbær - 2019
- Þrískiptar ruslatunnur
- Mýkri gönguleiðir í Vesturbæjarlaug
- Ruslafötur
- Niðurgrafin trampólín
- Lífga upp á Aparóló
- List í almenningsrými
- Hreinsun veggjakrots
- Háar rólur nálægt hafi
- Strandlíf hjá grásleppuskúrunum við Grímstaðarvör
- Setbekkur á hornið við Öldugötu 25
- Matjurtagarð í portið hjá Verkamannabústöðunum
- Frisbígolfkörfur við skóla
- Hringekja með hjólastólaaðgengi
- Smábókasafn