Hverfið mitt 2020-2021
Hugmyndasöfnun og yfirferð
Hugmyndasöfnun fyrir verkefnið Hverfið mitt fór fram dagana 4. nóvember 2020 til 20. janúar 2021. Alls sendu Reykvíkingar inn 1320 hugmyndir og aldrei áður hafa jafnmargir tekið þátt í hugmyndasöfnun og heimsótt vefinn á meðan hugmyndasöfnun stóð yfir.
Líkt og áður var öllum heimilt að skila inn hugmynd og voru hugmyndasmiðir hvattir til að skila vel unnum hugmyndum inn í samræmi við forsendur hugmyndasöfnunarinnar.
Þetta var í níunda skiptið sem hugmyndasöfnunin fór fram. Að lokinni hugmyndasöfnun tók við mat fagteymis Reykjavíkurborgar og leitað var til sérfræðinga víða innan sem og utan borgarkerfisins til að meta hvort hugmyndir uppfylli reglur verkefnisins og séu framkvæmanlegar. Við mat á hugmyndum leitaði starfsfólk verkefnisins allra leiða til þess að útfæra hugmyndirnar svo kjósa mætti um þær og í ýmsum tilfellum var haft samband við hugmyndahöfunda til þess að breyta hugmyndum svo þær væru tækar fyrir kosningu.
Þegar yfirferð hugmynda var lokið fór fram uppstilling kjörseðla. Uppstilling kjörseðla fór fram á opnum og rafrænum fundum í íbúaráðum hverfanna þar sem allir sem vildu gátu mætt á fundinn og tekið þátt í uppstillingunni. Þátttaka í uppstillingunni var góð og tóku íbúar hverfanna virkan þátt í að velja þær hugmyndir sem fóru síðan í hverfakosningu.
Kosning
Kosning í Hverfið mitt hófst svo þann 30. september og lauk á hádegi 14. október. Kosningaþátttakan í allri Reykjavík var 16,4% og tók þátttakan stökk upp á við og hækkaði í öllum hverfum Reykjavíkur á milli ára. Þátttakan var mest á Kjalarnesi en þar var þátttakan 23,9%, fast á hæla kom Árbær og Norðlingaholt með 22,6% kosningaþátttöku.
Alls voru 111 verkefni sem hlutu kosningu í allri Reykjavík og er heildarfjöldi verkefna sem hlotið hefur kosningu í Hverfið mitt nú orðinn 898. Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem hlutu kosningu í öllum hverjum Reykjavíkur.
Árbær og Norðlingaholt - 2020-2021
- Ævintýra og útivistarsvæði við Rauðavatn
- Fleiri bekki og ruslatunnur á völdum stöðum í hverfinu
- Ærslabelgur í Árbæjarhverfi
- Infrarauðir saunaklefar í Árbæjarlaug
- Vaðlaug í Árbæjarlaug
- Jólaþorp á Árbæjarsafni
- Gróðursetja fleiri tré í Norðlingaholti
- Ærslabelgur í Norðlingaholt
- Grænt leiksvæði og æfingatæki í Norðlingaholti
Breiðholt - 2020-2021
- Jólaljós í tré milli Efra- og Neðra Breiðholts
- Nýjar ruslatunnur í hverfið
- Bætt lýsing á völdum stöðum í hverfinu
- Jólaljós við Seljatjörn
- Ærslabelgur í Seljahverfi
- Gróðursetja fleiri tré á völdum stöðum í Breiðholti
- Fleiri bekki í hverfið
- Þrekstigi úr Neðra-Breiðholti upp í Efra-Breiðholt
- Trampólíngarður
- Ærslabelgur í Efra-Breiðholti
- Trjá- og gróðursöfn víðsvegar um hverfið
- Áningarstaður í Elliðaárdal
- Vatnspóstar á valda staði í hverfinu
- Fegra umhverfi í Bakkahverfi og Stekkjahverfi
- Ærslabelgur í Neðra-Breiðholti
- Útiborðtennisborð
Grafarholt og Úlfarsárdalur - 2020-2021
- Ærslabelgur í Leirdal
- Gróðursetja fleiri tré í Úlfarsárdal
- Stígur frá Úlfarsárdal upp að Hafravatni
- Áningarstaður með grilli
- Körfuboltavöllur við Ingunnarskóla
- Fjallahjólastígur á Úlfarsfelli
- Rathlaupabraut milli Reynisvatns og Rauðavatns
Grafarvogur - 2020-2021
- Jólaljós á völdum stöðum í hverfinu
- Sjósundsaðstaða við Geldinganes
- Trampólíngarður
- Aparóla í Gufunesi
- Nuddfoss í Grafarvogslaug
- Ærslabelgi á völdum stöðum í Grafarvogi
- Stigi ofan í fjöruna við Gufunes
- Fjallahjólasvæði í Gufunesi
- Fleiri bekki í hverfið
- Betri lýsing í Gufunesi
- Lýsa upp göngustíg meðfram Strandvegi
- Bílastæði við Geldinganes
- Aparóla í norðanverðum Grafarvogi
Háaleiti og Bústaðir - 2020-2021
- Bætt lýsing í Fossvogi
- Grænt svæði og torg við Grímsbæ
- Ærslabelgir
- Fleiri bekki í hverfinu
- Sleðabrekka fyrir neðan Grímsbæ
- Reiðhjólaskýli og hjólagrindur við Víkingsheimilið
- Púttvöllur
- Betri lýsing á göngustíg milli Hvassaleitis og Kringlu
- Göngustíg frá Kringlumýrarbraut inn í Álftamýri
- Minigolfvöllur
- Frisbígolf við göngustíg í Múlahverfi
- Trjágöng við Háaleitisbraut
- Útieldun í Úlfaskógi (Garðaflöt)
Hlíðar - 2020-2021
- Endurbæta leik– og dvalarsvæði á Klambratúni
- Fleiri blóm í hverfið
- Umbætur á grenndarstöðvum
- Gróðurbætur við Miklubraut
- Niðurgrafin trampólín á Klambratún
- Trjágróður meðfram Kringlumýrarbraut
- Útiæfingatæki á Klambratún
- Ungbarnarólur
- Fleiri bekki í hverfið
- Útigrill á Klömbrum
- Körfuboltavöllur við Hlíðaskóla
- Stígatenging frá Bólstaðarhlíð að Kringlumýrarbraut
- Hjólaviðgerðastandar í hverfinu
- Almenningsstæði fyrir rafmagnshlaupahjól
Kjalarnes - 2020-2021
- Ærslabelgur
- Bekkir við sjó
- Gróðursetja tré í Grundarhverfi
- Frisbígolfvöll kringum íþróttasvæðið
Laugardalur - 2020-2021
- Bætt lýsing á stígum í Laugardalnum
- Jólaland í Laugardalnum
- Ærslabelgur
- Trjágróður við Sæbraut
- Gróðurbætur við Sæbraut
- Fleiri bekki í hverfið
- Bætt lýsing við Laugarnesskóla
- Yfirbyggður grillskáli í Laugardalnum
- Sjósundsaðstaða á Laugarnestanga
- Jólaljós á Skeiðarvog
- Almenningsgarður með aðgengi fyrir alla
- Aparóla
- Endurbæta körfuboltavöll við Laugarnesskóla
- Betri grenndarstöð á horni Kleppsvegar og Hjallavegar
- Upplýsingaskilti um náttúru og skipulag Laugardals
- Skákborð
Miðborg - 2020-2021
- Sérstakir safnkassar fyrir sprautunálar
- Grænt svæði við Frakkastíg (Frakkland)
- Vindheld torg
- Bæta lýsingu í Einarsgarði og Hljómskálagarði
- Endurbæta leikvöll í Hljómskálagarðinum
- Betrumbæta grænt svæði við Snorrabraut
- Útiæfingatæki í Hljómskálagarðinn
- Útiaðstaða við Gömlu spennistöðina
- Skreytum hús með húsum
- Gamaldags götuljós í Miðstrætið
- Fleiri hjólastæði í Miðborginni
Vesturbær - 2020-2021
- Lóðin við Sundlaug Vesturbæjar fyrir alla fjölskylduna
- Grænni Reykjavík
- Opið grænt svæði á Hagatorgi
- Sjósundsaðstaða við Ægisíða
- Lítinn pott á Ægisíðu
- Ærslabelgur í hverfinu
- Fleiri bekki í hverfið
- Teqball völlur hjá Hagaskóla