Ferlið á bak við verkefnið

Verkefnið Hverfið mitt er lýðræðisverkefni hjá Reykjavíkurborg sem fer fram á tveggja ára fresti. Verkefnið hefst á hugmyndasöfnun, þá er kallað eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri nýframkvæmdum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þegar hugmyndasöfnun lýkur er komið að yfirferð hugmynda. Þar er farið yfir allar innsendar hugmyndir og metið hvort þær falli að reglum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.   Eftir yfirferðina fer fram uppstilling kjörseðla þar sem 25 hugmyndir fara áfram í kosningu í hverfum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru síðan frumhannaðar fyrir kosningar og svo fer fram rafræn kosning í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þær hugmyndir sem hljóta kosningu eru að lokum framkvæmdar.

Tímalína verkefnisins

1. Söfnun hugmynda og áhugakönnun
Lokið
Tímabil: 22. september 2022 - 27. október 2022
Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2022-2023 fór fram á tímabilinu 22. september til 27. október 2022. Hér á vefnum er hægt að skoða þær hugmyndir sem bárust í hugmyndasöfnuninni.
2. Yfirferð hugmynda
Lokið
Tímabil: 1. nóvember 2022 - 30. mars 2023
Eftir hugmyndasöfnun er farið yfir innsendar hugmyndir. Nefnd starfsfólks hjá borginni fer yfir allar hugmyndirnar og metur hvort þær uppfylla reglur verkefnisins. Þar sem við á reynir starfsfólk verkefnisins að kanna hvort hægt sé að útfæra hugmyndir þannig að þær falli að reglum verkefnisins og hægt verði að kjósa um þær í kosningunum.
3. Valkostum stillt upp
Lokið
Tímabil: 3. apríl 2023 - 31. ágúst 2023
Við uppstillingu á samþykktra hugmynda á kjörseðil fara í hverju hverfi 15 af vinsælustu hugmyndunum sjálfkrafa í kosningu. Auk þess velur íbúaráð hverfisins 10 hugmyndir til viðbótar. Þegar hugmyndirnar sem kjósa á um hafa verið valdar er unnin fyrir þær frumhönnun, verklýsing og kostnaðarmat.
4. Rafræn kosning
Lokið
Tímabil: 14. september 2023 - 28. september 2023
Sjálf kosningin fer fram á hverfidmitt.is og stendur valið á milli 25 hugmynda í hverju hverfi. Til þess að greiða atvæði þurfa notendur að auðkenna sig með öruggum hætti (rafrænum skilríkjum eða Íslykli). Þátttaka er opin öllum sem hafa lögheimili í Reykjavík og eru orðin 15 ára á árinu sem kosningin fer fram.
5. Framkvæmdir
Í gangi
Tímabil: 2. október 2023 - 30. ágúst 2025
Eftir kosningar eru hugmyndirnar sem náðu kjöri fullhannaðar og framkvæmdir undirbúnar. Höfundum hugmynda er boðið á samráðsfundi með verkefnastjórn þar sem þeir geta útskýrt hugmyndir sínar nánar. Leitast er eftir samráði við nærsamfélagið, hugmyndasmiði og íbúaráð um framkvæmdir, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem þörf reynist á að breyta hugmyndum eða staðsetningu þeirra.