Ferlið á bak við verkefnið
Verkefnið Hverfið mitt er lýðræðisverkefni hjá Reykjavíkurborg sem fer fram á tveggja ára fresti. Verkefnið hefst á hugmyndasöfnun, þá er kallað eftir hugmyndum frá borgarbúum að smærri nýframkvæmdum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þegar hugmyndasöfnun lýkur er komið að yfirferð hugmynda. Þar er farið yfir allar innsendar hugmyndir og metið hvort þær falli að reglum verkefnisins og séu framkvæmanlegar.
Eftir yfirferðina fer fram uppstilling kjörseðla þar sem 25 hugmyndir fara áfram í kosningu í hverfum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru síðan frumhannaðar fyrir kosningar og svo fer fram rafræn kosning í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þær hugmyndir sem hljóta kosningu eru að lokum framkvæmdar.