Improved connection between Skeifan and the footbridge
Hverfi: Háaleiti og Bústaðir
- December 14, 2022 - In progress 
- February 8, 2023 - An idea was accepted in review as it met the rules and conditions of the project 
- March 7, 2023 - An idea made it onto the ballot and into the voting phase 
- September 6, 2023 - In voting 
- September 29, 2023 - The idea was voted for implementation and now the design and preparation for the implementation begins 
- June 25, 2024 - Design and preparation for implementation is underway 
 
  About the idea
Original text from the author
Í Skeifunni er fjölbreytt úrval verslana og þjónustu sem íbúar í nálægum hverfum gætu nýtt sér gangandi og hjólandi í mun meira mæli ef aðgengi væri betra. Það er auðvitað efni í stærra verkefni og lengri pistil að bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi innan Skeifunnar, en ein úrbót væri þó að komast gangandi/hjólandi af göngustíg meðfram Miklubraut og inn á planið hjá Krónunni.
Sé farið yfir Miklubraut um göngubrú sem endar við Hagkaup taka við tröppur til að komast þar inn í Skeifuna, fínir rampar eru niður hvoru megin og sé farið til austurs er hægt að komast inn í Skeifuna hjólandi þar sem Örninn er eða aðeins lengra þar sem Vegan búðin er. Sé farið til vesturs þarf að fara langa leið, inná Grensásveg og svo niður til hægri hjá Pfaff.
Það er hægt að labba af göngustíg meðfram Miklubraut, milli trjáa og hoppa svo niður hlaðinn vegg til að komast inn á planið hjá Krónunni, en þessa leið er alls ekki hægt að fara hjólandi, sama hvort hjólin séu fjögur undir hjólastól eða 2 undir reiðhjóli.
Lítið en mikilvægt skref í átt að bættu aðgengi, öryggi og hvatningu til að nota annan ferðamáta en bíl til að sækja verslun og þjónustu í Skeifuna!